Costa Brava

Costa Brava - Platja de Aro

      

Húsnæðið er miðsvæðis við aðalgötu staðarins og hentar öllum sem vilja njóta þess að eiga notalegt frí á Spáni. Upplýsingar um afþreyingu og fl. er að finna örstutt frá okkur ( Turist information) svo allir eiga að geta fundið skemmtilegheit við sitt hæfi. Verslanir, kaffihús, barir og matsölustaðir í göngufæri. Ströndin er snyrtileg og falleg umgjörð um hana. Ströndin er 2 km. löng - menningarlíf heillandi, mannlíf á götum úti kvikt og kemur eflaust "Spánskt fyrir sjónir..." . Patja d´Aro er mjög eftirsóttur ferðamannastaður og sérstaklega af Spánverjum sjálfum. Þarna er frekar hár klassi á lífi manna og andrúmsloftið afslappandi. Ekkert liggur á.

    
Playja d´Aro sameinar... frístundir, viðskipti, náttúru og menningu.
Hin framúrskarandi staðsetning, á ströndinni þar sem aðal- samgöngu æð Costa Brava liggur, ásamt fjölbreyttu viðskiptalífi, litskrúðugu næturlífi og óteljandi tómstunda kostum og ferðamanna aðstöðu er vísast aðal aðdráttarafl Playja d´Aro, Castell d´Aro og S´Agaró. Njóta má alls þessa allt árið um kring, og gerir staðinn að aðal ferðamanna valkostinum á Costa Brava og í raun þeim vinsælasta við Miðjarðarhafið.

Hin nútimalega, heimsborgarlega Playja d´Aro staðsetur sig meðfram, til hliðar við glæsta S´Agaró, þar sem þekkt hringtorg visa veginn sem liggur að draumkenndum, friðsælum, þröngum götum gamla borgar hlutans. Castell d´Aro er hinn sögulegi miðpunktur, og viðheldur sínum miðalda töfrum.

Þetta eru upphaflega þrír smábæir sæfarenda sem hafa sameinast í eina borg og mynda samstæða heild sem er heillandi.
   

Platja D´Aro á Costa Brava útleggst sem " Frístunda ströndin " eitthvað um að vera að degi sem að nóttu. Costa Brava tilheyrir héraði/sýslu sem nefnist Girona (Gerona á spænsku) og nær allt til landamæra Frakklands. Borgin Girona er gömul miðalda borg sem heldur einkennum sínum í gamla bænum og er afar falleg sem athygliverð - höfuðborg sýslunnar. Þeir sem gista Costa Brava mega ekki missa af þessarri borg: ljóma miðalda og "Feneyja" við ána Riu Onyar.

    

Í stundar færi frá Platja D´Aro eru mörg lítil og fróðleg þorp frá ýmsum tímabilum og hafa þau flest varðveitt stóran hluta sögu sinnar í byggingastíl sem lífsstíl af kostgæfni. Þar er helst að nefna: Tamariu, Begur, Pals, Peratalla og Castell De Púpol þar sem Gala kona Dalís bjó ein síðustu ár sín og lifði samkvæmt eigin geðþótta. Peratallada, Miðaldabær með steinilögðum götum og láreistum steinhúsum við þröngar götur . Uppáhald Catalónskra ferðamanna.

Empúries, vitnisburður um Grísk-Rómversk yfirráð er engu lík. Þá er að geta Figueras borgarinnar nálægt Frönsku landamærunum þar sem Salvador Dalí fæddist og nú er þar "Leikhús-safn" Dalís sem geymir öll helstu verk hans og margt fleira athyglisvert sem hann tók sér fyrir hendur. Þar er hann einnig grafinn.

Alm.Upplýsingar. Bátsferðir eru á milli strandstaða á Costa Brava svo hægt er að skoða-heimsækja aðra staði í nágrenninu og brófa fleiri strendur.
Á öllum stöðum sem nefndir hafa verið hér má finna TURIST INFORMATION, þar sem allt efni er á ensku og enska töluð einnig : um ferðir rúta, bílaleigubílar, bátsferðir og allar aðrar hugsanlegar upplýsingar um staði og ferðir til helstu ferðamanna kastljósanna.

Upplýsingar fyrir ferðamenn:

Útimarkaðir á Costa Brava

Þriðjudögum,  Palamos

Miðvikudögum,  San Antonio De Colenge og Cassa de La Selva

Fimmtudögum, Tossa De Mar og Colenge.

Föstudögum, Playa De Aro.

Laugardögum, Gerona

Sunnudögum, San Feliu De Gusisose, Palafrugel.


Macic Fiesra bátur á 2 útimarkaði,

Simi 972341624 og 665271435.

magicglassboat@hotmail.com og heimasíða: www.magicvisionnord.es  


Rúta frá Playa de Aro til Barcelona
Ruta frá Playa de Aro til Barcelona heitir Sarfa- til stacion de Nord i Barcelona.
www.sarfa.com  tel 902302025

farið til Cadaques,Roses, Empuria Brava, Léscala, Léstatit, Pals,Begur, Pallafrugell, Palamos,St. Antonio de Calongue, Cristina de Aro, San Feleiu de Guixois,Ttossa de Mar, Lloret de Mar.

Vatnagarður - sundlaug  -  Rétt hjá íbúðinni okkar


Aquadiver ctra. Circumval-lavio 17250 Playa de Aro Girona, rétt hjá Íbúðinni okkar i Palatio Maris calle av Cabali Bernat 134. tel 972828283.
www.aquadiver.com
Vatnaveröld
Water World, ctra. De Videres 17310 lloret de Mar Girona.
www.Woterworld.es

Platja de Aro Banana-Torpedo-Bus, Moto-Jet-, sport simi 672825763